Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vísa á fimm manna fjölskyldu frá Gana úr landi þrátt fyrir að fjölskyldueðlimum hafi verið hótað lífláti ef þau snúi aftur til heimalandsins. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við fjöllum líka um árangur af starfrækslu nýs DNA gagnagrunns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hann var notaður í þrjátíu og einu sakamáli á síðasta ári.

Greiðslustöðvunin vestanhafs kemur líka við sögu en Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, kennir Donald Trump Bandaríkjaforseta um þá stöðu sem upp er komin.

Þá verður rætt við einhverfa bruggara frá Danmörku sem eru staddir hér á landi. Þeir vilja opna augu atvinnurekenda gagnvart hæfileikum einhverfra starfsmanna.

Þá munum við hitta unga athafnamenn og bræður á Seltjarnarnesi sem selja kakó og kleinur úti á Gróttu úr vagni sem þeir smíðuðu sjálfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×