Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Boðað verkfall þrjú hundruð flugvirkja hjá Icelandair mun hafa áhrif á þúsundir flugfarþega og setja samgöngur til og frá landinu úr skorðum. Samgönguráðherra segir engin áform hjá ríkisstjórninni um að setja lögbann á verkfallið. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar ræðum við líka við friðarverðlaunahafa Nóbels sem gagnrýna Íslendinga fyrir að styðja ekki samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.

Einnig kynnum við okkur ótrúlegt björgunarafrek við Látrabjarg sem sjötíu ár eru nú liðin frá og sögu þriggja vikna gamallar kraftaverkastúlku, sem fæddist með hjartað fyrir utan líkama sinn.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×