Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa áhyggjur af eldgosi þó ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá verður rætt við Guðrúnu Ögmundsdóttur, fyrrverandi þingkonu, sem segist hafa upplifað óþverra og ógnanir í störfum sínum. Hún kveðst hafa talið menninguna á þingi breytta þar til íslenskar stjórnmálakonur stigu fram í gær og ræddu kynbundna áreitni og ofbeldi.

Loks kíkjum við í Hörpu þar sem æfingar standa nú yfir á einni ástsælustu perlu ballettheimsins, sjálfri Þyrnirós. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×