Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru Sifjar Christensen, ungrar konu sem lamaðist fyrir neðan brjóst í reiðhjólaslysi fyrr á árinu, ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur.

Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en framundan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Yfir hundrað manns ætla að hlaupa til styrktar Láru, en nánar verður rætt við eiginmann hennar í Fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Þá förum við yfir stöðu mála í Barcelona, þar sem mannskæðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í gær, en árásarmennirnir höfðu frekari voðaverk á teikniborðinu- og segjum nýjustu tíðindi úr Hvíta húsinu þar sem Steve Bannon, aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta tók pokann sinn í dag.

Við verðum líka á léttari nótum og kíkjum á æfingu hjá sinfóníuhljómsveit Íslands, og sláumst í för með eigendum glæsibíla sem rúntuðu um borgina í gærkvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×