Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 segjum við frá því að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Jökulsárlóni en lónið og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að setja lónið á heimsminjaskrá UNESCO.

Þá verður í fréttatímanum fjallað um þróun fasteignaverðs en það lækkaði í júní í fyrsta skipti í rúm tvö ár.

Við ræðum prófessor í hagfræði um yfirlýsingar fjármála- og efnahagsráðherra um íslensku krónuna.

Loks fjöllum við um sjósókn kvenna fyrr á öldum en sagnamaður á Snæfellsnesi sem rýnt hefur í fornar heimildir segir að konur hafi verið miklu virkari í sjósókn en hingað til hefur verið talið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×