Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfir hundrað sjúklingar, átján ára og eldri, leita til átröskunarteymis Landspítalans á Hvítabandinu á Skólavörðustíg á ári hverju en engin sólarhringsmeðferð er í boði fyrir átröskunarsjúklinga á Íslandi.

Þetta er ólíkt hinum Norðurlöndunum og þurfa margir sjúklingar að leita sér meðferðar í útlöndum með tilheyrandi kostnaði og óþægindum.

Við fjöllum nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við konu sem þjáist af anorexíu. Hún gagnrýnir skort á úrræðum og segir sjúdóminn ekki fara í frí utan hefðbundins vinnutíma.

Við fjöllum einnig um baráttu fjármálaráðherra við kennitöluflakk, en hann er hættur við að taka fimm og tíu þúsund kalla úr umferð eftir að hugmyndin fékk falleinkunn hjá stjórnmálamönnum og almenningi.

Þá förum við um borð í varðskipið Tý og fylgjumst með þremur herskipum og kafbáti koma siglandi inn Hvalfjörðinn.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar tvö á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×