Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Blóð úr Birnu Brjánsdóttur fannst á úlpu Thomasar Møller, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu þann 14. janúar síðastliðinn. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að við rannsókn lögreglu á úlpu Thomasar hafi fundist blóð úr Birnu auk þess sem rannsókn á öðrum fatnaði hans, sem hafði verið þveginn, sýndi að hann hafði komist í snertingu við töluvert magn af blóði.

Ítarlega verður fjallað um gögnin sem þetta sýna og aðrar nýjar upplýsingar í málinu í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Í fréttunum verður líka rætt við 27 ára gamla konu sem óskaði eftir vinum á Facebook til að rjúfa félagslega einangrun sína. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og mun hún hitta nýja vinkonu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×