Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur ekki brugðist við ítrekuðum kvörtunum um mengun frá kjötmjölsverksmiðju í Flóahreppi. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um álag á hjálparsíma vegna fólks í sjálfsvígshugleiðingum en hjálparsími Rauðakrossins, 1717, var með 538 mál flokkuð sem sjálfsvígsmál í fyrra.

Þá fá áhorfendur forsmekkinn af ríkisfjármálaáætlun en sérstök áhersla verður á heilbrigðismál í áætluninni, sem kynnt verður á föstudag. Við ræðum þetta mál við Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Í fréttatímanum verður líka umfjöllun um öfluga þrívíddartækni sem gerir lögreglunni kleift að endurskapa vettvang slysa og glæpa.

Nokkur lögregluembætti hér á landi hafa orðið sér úti um þessa tækni og eru þau fyrstu á Norðurlöndunum sem það gera. Við ræðum líka við erlenda ferðamenn sem kvarta undan háu verðlagi en Reykjavík er sextánda dýrasta borg heims samkvæmt erlendri úttekt. Kaupmannahöfn er dýrust á Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×