Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld verður fjallað ítarlega um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Rætt verður við formenn flokkanna og ráðherraefni þeirra í beinni útsendingu.

Einnig verður fjallað um Reynisfjöru í fréttatímanum en þrátt fyrir banaslys á svæðinu í gær hafa ferðamenn virt lokanir þar að vettugi í dag. Barni var bjargað úr flæðamálinu í Reynisfjöru í gær.

Við fjöllum síðan um hrottalegt morð í Austur-Jótlandi þar sem sex manna fjölskylda fannst látin á heimili sínu.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Háskólabíói þar sem kvikmyndin Hjartasteinn verður forsýnd. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×