Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Donald Trump, sem bar sigur úr býtum í nýafstöðnum forsetakosningum vestanhafs, funduðu í fyrsta sinn í Hvíta húsinu í dag. Obama hefur lofað faglegum og skjótum stjórnarskiptum enda sé forsetaembættið hafið yfir einstaklinga og ágreining. Fundurinn hefur eflaust verið óþægilegur á köflum enda hafa þessir tveir eldað grátt silfur lengi.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en teymi okkar í Bandaríkjunum mun einnig ræða við fulltrúa minnihlutahópa sem óttast um stöðu sína eftir að Donald Trump var kjörinn forseti.

Við fjöllum líka um kjaradeilu sjómanna en það stefnir í fyrsta verkfall þeirra í fimmtán ár. Við ræðum við íslenska móður ungs drengs sem verður líklega sendur til Noregs eftir að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að afhenda beri drenginn norskum barnaverndaryfirvöldum.

Við fjöllum einnig um mikla snjókomu sem hefur sett samgöngur í Stokkhólmi úr skorðum í gær og í dag en ekki hefur snjóað jafn mikið í borginni í nóvember frá því mælingar hófust. Þá lítum við inn á æfingu hjá Todmobile og breska popparanum Nik Kershaw sem spila á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld.  

Kvöldfréttir eru í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi kl. 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×