Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá að enginn hefur fengið stöðu sakbornings vegna neyðarláns Seðlabankans til Kaupþings korteri fyrir hrun.

Þá förum við á fyrsta ríkisráðsfund Guðna Th. Jóhannessonar á Bessastöðum og sem jafnframt er síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fyrir kosningar. En Sigurður Ingi Jóhannsson lýsir sig reiðbúinn til að gegna forsætisráðherra embættinu áfram þróist mál á þann veg.

Barnshafandi konur á Vestfjörðum eru sendar til ómskoðunar í Reykjavík vegna óviðunandi aðstöðu heima í héraði og bændur eru farnir að nýta sér dróna við smölun á sauðfé.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×