Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vanmat á afleiðingum andlegra veikinda móður á fyrstu æviárum barns getur kostað samfélagið milljarða þegar fram í sækir. Nánar verður fjallað um þetta í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld.

Þá verður rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra en hann segir að enginn frekari niðurskurður sé fram undan hjá leikskólum og segist skilja langvarandi þreytu stjórnenda.

Við fjöllum líka um samgöngumál en atvinnuflugmenn eru afar óhressir með fjögurra ára samgönguáætlun Alþingis sem nú liggur til umsagnar.

Þá fylgjumst við með því þegar oddvitar ríkisstjórnarflokkanna í Suðurkjördæmi kasta rjómatertum hvor í annan. Við skoðum líka heimsfræga snekkju við Reykjavíkurhöfn en mastur hennar er hæsta mastur á snekkju sinnar tegundar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×