Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra segir yfirlýsingar félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherrann eiga að segja af sér.

Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Í fréttatímanum verður rætt við Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra en ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu hennar um skipun sérstakrar ráðherranefndar um Brexit. Lilja segir vel koma til greina að íslensk stjórnvöld geri tvíhliða fríverslunarsamning við Bretland til að verja hagsmuni sína þegar Bretar hætta í ESB óháð afstöðu stjórnvalda í Noregi og Liechtenstein.

Við fjöllum líka um búvörusamningana en samningarnir brjóta enn gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar, að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Þá verðum við í beinni frá Egilsstöðum og Hljómskálagarðinum í Reykjavík og ræðum við ofurfyrirsætuna Christy Turlington sem hyggst hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×