Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kvöldfréttir Stöðvar 2 halda áfram að fjalla um dauðsfall sem átti sér stað á Landspítalanum um helgina vegna meintra læknamistaka. Rætt verður við landlækni í kvöldfréttum en hann segir að leitað verði allra leiða til að komast að því hvað fór úrskeiðis við umönnun mannsins.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað ítarlega um aflandsmál Dorritar Moussieff sem vakið hafa heimsathygli. Þá greinum við frá alvarlegum athugasemdum lækna og fagaðila vegna frumvarps heilbrigðisráðherra vegna nýs greiðsluþátttökukerfis. Óttast er að börn efnaminni foreldra bíði lengur eftir heilbrigðisþjónustu.

Óumflýjanleg útnefning Donald Trump, bein útsending frá frumsýningu Íslenska dansflokksins, endurútgáfa Dalalífs og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×