Innlent

Bein útsending: Stærsta ferðahelgi ársins er framundan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skúli Mogensen er á leiðinni upp í bústað.
Skúli Mogensen er á leiðinni upp í bústað.
Verslunarmannahelgin er runnin upp enn eitt árið og sem fyrr streyma landsmenn á útihátíðir, í útilegur og sumarbústaði um leið og þeir krossleggja fingur sem tær í von um að veðurguðirnir verði með þeim í liði.

Margir eru á leið á Eina með öllu á Akureyri, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Mýrarboltann á Ísafirði, Flúðir, Neistaflug á Neskaupsstað, Síldarævintýri á Siglufirði og Sæludaga í Vatnaskógi. Listinn er ekki tæmandi.

Nanna Elísa Jakobsdóttir, fréttamaður Vísis, tekur púlsinn á gestum og gangandi á bensínstöð N1 í Ártúnsbrekku þar sem reikna má með fjölmenni í dag og fram á kvöld. Útsendinguna má sjá í spilaranum að ofan en hún hefst um klukkan 14:30. 

Uppfært klukkan 15:00

Á þriðja tímanum var enn frekar rólegt í Ártúnsbrekkunni og má segja að setningin ekki fjölmennt en góðmennt eigi vel við. Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, var á leiðinni upp í bústað og starfsmenn létu sig dreyma um Þjóðhátíð í Eyjum.

Upptöku frá útsendingunni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×