Innlent

Bein útsending: Hitafundur í Hafnarfirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vísir/Daníel
Búast má við miklum hita á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem hefst klukkan 09:15 í fundarsal bæjarstjórnarinnar í Hafnarborg.

Eitt mál er á dagskrá fundarins en það varðar tillögu að breytingum á stjórnskipulagi sveitarfélagsins. Formlegt fundarboð var sent út síðastliðið föstudagskvöld en bæjarstjórnin fór í tveggja vikna sumarfrí síðastliðinn miðvikudag.

Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur gagnrýnt þetta fundarboð harðlega og sagði Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, engar stjórnkerfisbreytingar hafa verið ræddar í bæjarráði sem þó fari með formlegt umboð til meðferðar mála sem snerta stjórnkerfi og fjármál sveitarfélagsins.

Uppfært klukkan 12:25

Fundurinn var í beinni útsendingu á vef Hafnarfjarðarbæjar og hér á Vísi. Fundinum er lokið en hann má innan tíðar nálgast á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.


Tengdar fréttir

Uppsagnir á aukafundi bæjarstjórnar

Segja á upp fólki og bæjarstjóri mótar reglur um samskipti bæjarfulltrúa við starfsmenn bæjarins samkvæmt tillögum meirihluta bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúi VG telur þetta "geggjuð vinnubrögð“.

Stendur ekki undir rekstri að öllu jöfnu

Skýrsla Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaga sýnir að Hafnarfjörður, Breiðdalshreppur og Reykjanesbær eru verst settu sveitarfélög landsins. Oddvitar meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ósammála um túlkun skýrslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×