Sport

Bein útsending: Haraldur brýtur blað á heimsleikunum í Crossfit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haraldur tekur CrossFit alla leið og segist sjálfur ekki þrífast án þessa að hreyfa sig duglega.
Haraldur tekur CrossFit alla leið og segist sjálfur ekki þrífast án þessa að hreyfa sig duglega. Vísir/Ernir
Hinn sautján ára gamli Haraldur Holgersson brýtur blað í íslenskri Crossfit sögu þegar hann keppir í unglingaflokki á heimsleikunum í Carson í Kaliforníu í dag. Hann er fyrsti Íslendingurinn til að keppa í flokki ungmenna.

Haraldur, sem er úr Garðabæ, keppir í flokki drengja 16-17 ára auk níu annarra keppenda héðan og þaðan úr heiminum. Haraldur er með númerið 165 á treyju sinni. Keppni í fyrstu grein hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en um er að ræða fyrsta keppnisdag. Keppni í annarri grein verður klukkan 21:40 í kvöld.

Haraldur æfir með Crossfit XY hér á landi en stöðin er einmitt með lið ytra sem keppir í liðakeppninni á leikunum. Meðal keppenda í liðinu er Árni Björn Kristjánsson sem hefur þjálfað Harald.

Kappinn hyggur á atvinnumennsku í Crossfit eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu á vormánuðum.

Beina útsendingu má sjá hér að neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×