Innlent

Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson er hann flutti ávarp sitt á allsherjarþinginu fyrir tveimur árum.
Gunnar Bragi Sveinsson er hann flutti ávarp sitt á allsherjarþinginu fyrir tveimur árum. vísir/ap
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag en gert er ráð fyrir því að hann flytji ræðu sína um klukkan þrjú. Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér að neðan.



Gunnar Bragi er níundi maður á mælendaskrá en hann mælir næst á eftir Walid Al-Moulaem, forsætisráðherra Sýrlands, en á eftir honum fylgir Sjeik Khalid Bin Ahmed Al Khalifa en hann ræður ríkjum í Barein.

Allsherjarþingið nú er það sjötugasta í röðinni en á þinginu í fyrra tilkynnti Gunnar Bragi að Ísland myndi standa fyrir ráðstefnu um kvenréttindi sem aðeins karlmenn myndu taka þátt í. Hafi einhverjir meiri áhuga á eldri ávörpum utanríkisráðherra má finna þau með að smella hér.


Tengdar fréttir

Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi.

Ísland bregðist við ofbeldisverkum IS

„Ekkert ríki getur litið undan þegar villimennskan og grimmdin er svo yfirþyrmandi,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra á allsherjarþinginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×