Erlent

Geimstöðin tekur á móti birgðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Dragon 9 geimfar SpaceX.
Dragon 9 geimfar SpaceX. NASA
Geimfararnir í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku á móti Dragon 9 geimfari SpaceX í dag, en það ber birgðir til geimstöðvarinnar. Þetta er fyrri dagurinn af tveimur í röð sem geimför koma til stöðvarinnar, en NASA sendir frá atburðunum í beinni útsendingu.

Þetta er tíunda birgðaverkefni SpaceX og var geimfarinu skotið á loft þann 18. febrúar.

Um borð eru ýmis vísindaverkefni sem snúa meðal annars að lyfjagjöf og rannsóknum á áhrifum geimferða á líkama manna. Frekari upplýsingar má finna á Tumblr-síðu NASA.

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá geimstöðinni hér að neðan, en reiknað er með því að geimfarið tengist geimstöðinni og verði opnað klukkan eitt í dag.

Sjá má helstu vendingar í móttöku geimfarsins á Twittersíðu geimstöðvarinnar hér að neðan.

Hægt er að fylgjast með staðsetningu geimstöðvarinnar hér á vef Evrópsku geimstofnunarinnar.

Útsending frá tengingu geimfarsins við geimstöðina mun hefjast klukkan eitt í dag. (23. feb) Hér er útsending frá myndavélum sem eru utan á geimstöðinni.
Broadcast live streaming video on Ustream

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×