Viðskipti innlent

Bein útsending: Fundur VÍB um Bitcoin

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Rafeyririnn Bitcoin hefur farið sigurför um veraldarvefinn og er sérlega vinsæll meðal áhættufjárfesta.
Rafeyririnn Bitcoin hefur farið sigurför um veraldarvefinn og er sérlega vinsæll meðal áhættufjárfesta. Vísir/AFP
VÍB heldur áhugaverðan fræðslufund um rafmyntina Bitcoin og Vísir sendir út í beinni útsendingu hér að neðan. Fundurinn hefst klukkan 09:00 og stendur til 10:15.

Sveinn Valfells, hagfræðingur og eðlisfræðingur, flytur erindi um myntina þar sem hann útskýrir notkun hennar, miðlun og stefnu og í kjölfarið tekur panell fagmanna þátt í umræðum.

Í panel sitja Martha Eiríksdóttir, sjálfstætt starfandi sérfræðingur í greiðslumiðlun, Eyjólfur Guðmundsson, hagfræðingur CCP og Sverrir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka.

Fundarstjóri er Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri fræðslu og viðskiptaþróunar VÍB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×