Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 á aðfangadag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stjórnvöld í Ísrael ætla að virða að vettugi ályktun Öryggisráðs sameinuðu þjóðanna um að stöðva landnemabyggðir á hernumdu svæðunum. Við fjöllum um málið í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 núna klukkan 12.

Hjálpræðisherinn býst við að hátt í þrjú hundruð manns mæti á jólafögnuð í dag og hafa gestir aldrei verið fleiri. Við kíkjum við hjá Hjálpræðishernum í fréttatímanum.

Við heyrum síðan af jólahaldi á Bessastöðum hjá forseta Íslands og fjölskyldu en þar standa nú yfir samningaviðræður um hvort opna eigi jólapakkana að íslenskum eða kanadískum sið.

Þá ræðum við við erlenda ferðamenn sem ætla að dvelja hér yfir jólin. Sumir eru að hugsa um rómantík á meðan aðrir eru í leit að snjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×