Lífið

Bein útsending: FM95BLÖ á Þjóðhátíð

Tinni Sveinsson skrifar
Strákarnir í útvarpsþættinum FM95BLÖ á FM957 snúa aftur úr sumarfríi í dag og eru þeir í beinni útsendingu frá Þjóðhátíð í Eyjum.

Þeir eru að hita upp fyrir atriðið sitt annað kvöld en stemningin á Þjóðhátíð í fyrra náði hámarki þegar þeir stigu á svið og trylltu brekkuna.

Auddi, Steindi Jr, Egill Einarsson, Ágúst Bent, Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og sérlegur leynigestur mæta aftur á stóra sviðið á Þjóðhátíð í Eyjum á morgun, bæði á kvöldvökunni og á ballinu seinna um kvöldið þannig að allir Þjóðhátíðargestir geti upplifað einstaka stemninguna og sungið hástöfum með þessum mögnuðu skemmtikröftum.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×