Erlent

Bein útsending: Clinton og Trump mætast í síðustu kappræðunum

Atli Ísleifsson skrifar
Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Hillary Clinton og Donald Trump mætast í sínum þriðju og síðustu kappræðum í Las Vegas í nótt. Kappræðurnar hefjast klukkan 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma og má fylgjast með þeim hér á Vísi.

Kannanir benda til að áhorfendur telji Clinton hafa haft betur í fyrstu kappræðunum tveimur og hefur hún aukið fylgið sitt síðustu vikurnar.

Stuðningur við Trump hefur dvínað nokkuð síðustu vikurnar, meðal annars í ríkjum sem talin eru munu ráða úrslitum í forsetakosningum sem fara fram þann 8. nóvember næstkomandi.

Búist er við að tugir milljóna manna muni fylgjast með kappræðunum sem fara fram í húsakynnum Háskólans í Nevada í Las Vegas.

Chris Wallace, fréttamaður Fox News, mun stýra umræðunum.

Frambjóðendurnir munu ræða sex mismunandi málaflokka: skuldamál ríksins og velferðarmál, innflytjendamál, efnahag ríkisins, hæstarétt, utanríkismál og hæfi þeirra til að gegna forsetaembættinu.

Trump hefur boðið Malik Obama, hálfbróður Bandaríkjaforseta og stuðningsmanns Trumps, til kappræðnanna, ásamt móður bandarísks manns sem fórst í árás á sendiskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbíu árið 2011, á þeim tíma er Hillary gegndi embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Fylgjast má með útsendingu NBC í spilaranum að ofan, en útsendingu Washington Post að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×