Innlent

Bein útsending: Birgitta fundar með forsetanum á Bessastöðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Píratar eftir fund sinn með forseta í hádeginu í dag.
Píratar eftir fund sinn með forseta í hádeginu í dag. vísir/ernir
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mætir á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, núna klukkan 16.

Vísir verður í beinni útsendingu frá Besssastöðum en eftir fundinn mun forsetinn ræða við fjölmiðla. Þá má gera ráð fyrir að Birgitta ræði einnig við fréttamenn eftir fundinn.

Fastlega er búist við því að Guðni muni veita Birgittu umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar en forsetinn fundaði með formönnum allra þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi á Staðastað, skrifstofu forsetaembættisins við Sóleyjargötu, í dag.

Birgitta mætti meðal annars til fundar við forsetann ásamt samflokksmönnum sínum, þeim Smára McCarthy og Einari Brynjólfssyni. Eftir fundinn sagði hún að það væri að hennar mati algjörlega ótímabært að ræða myndun þjóðstjórnar.

Vísir fylgdist grannt með gangi með gangi mál á Staðastað í dag og má sjá umfjöllun um allt það helsta hér að neðan. Þá munum við jafnframt greina frá því sem gerist á Bessastöðum nú klukkan 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×