Viðskipti innlent

Bein útsending: Auðlindagarðurinn á Reykjanesi

Tinni Sveinsson skrifar
Orkuverið í Svartsengi.
Orkuverið í Svartsengi. Vísir/Valli
HS Orka og Bláa lónið standa að ráðstefnu um Auðlindagarðinn og þá fjölþættu nýtingu sem byggst hefur upp í kringum jarðvarmaverin á Reykjanesskaga.

Ráðstefnan fer fram í Silfurbergi í Hörpu frá klukkan 10 til 12. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.

Á ráðstefnunni verður fjallað um framlag Auðlindagarðsins til verðmætasköpunar, landsframleiðslu og áhrif á atvinnustarfsemi á Suðurnesjum.

Dagskráin er á þessa leið:

Setning

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku

Ávarp forseta Íslands

Auðlindagarðurinn

Kristín Vala Matthíasdóttir, HS Orku og Ása Brynjólfsdóttir, Bláa Lóninu

Efnahags- og samfélagsleg áhrif Auðlindagarðsins

Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur kynnir skýrslu Gamma

Umræður

Lokaorð

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins

Uppfært klukkan 12.10. Fundinum er nú lokið en upptakan er aðgengileg í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×