Sport

Bein útsending: Annie, Björgvin, Katrín, Sara og Þuríður keppa á „Búgarðinum“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir þykir til alls líkleg á leikunum.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir þykir til alls líkleg á leikunum. Vísir/Daníel
Keppni er hafin í annarri grein í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit í Bandaríkjunum. Nýlokið er keppni í víðavangshlaupi en hálftímahlé er á milli greina, frá því síðasti keppandi kom í mark í hlaupinu og þangað til keppni í réttstöðulyftu hefst.

Katrín Tanja Davíðsdóttir varð fjórða í fyrstu greininni, Þuríður Erla Helgadóttir áttunda, Sara Sigmundsdóttir ellefta og Annie Mist tólfta. Í karlaflokki varð Björgvin Karl Guðmundsson sjöundi.

Sá sem kom síðastur í mark í hlaupinu byrjar í réttstöðulyftunni þar sem lyfta þarf innan ákveðins tíma og þyngdir aukast jafnt og þétt. Keppt er á „Búgarðinum“ í Aromas þar sem fyrstu leikarnir voru haldnir. Keppendur fengu flugmiða í nótt eins og lesa má um nánar að neðan.

Beina útsendingu má sjá hér að neðan. Upptaka frá greininni verður aðgengileg að neðan að útsendingu lokinni.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×