Viðskipti erlent

Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað

Bjarki Ármannsson skrifar
Tillögu Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, um framlengingu á neyðaraðstoð ESB var í kvöld hafnað. Þúsundir manna hafa komið saman í miðborg Aþenu í kvöld - bæði þeir sem vilja samþykkja kröfur lánadrottna, sem og stuðningsmenn Tsipras og ríkisstjórnar hans.
Tillögu Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, um framlengingu á neyðaraðstoð ESB var í kvöld hafnað. Þúsundir manna hafa komið saman í miðborg Aþenu í kvöld - bæði þeir sem vilja samþykkja kröfur lánadrottna, sem og stuðningsmenn Tsipras og ríkisstjórnar hans. Vísir/AFP
Að óbreyttu verður af greiðslufalli gríska ríkisins eftir aðeins örfáar klukkustundir. Fjármálaráðherra Finnlands, Alexander Stubb, segir á Twitter-síðu sinni að fjármálaráðherrar Evruríkjanna hafi á fundi sínum nú síðdegis hafnað tillögu Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, um framlengingu neyðaraðstoðar Evrópusambandsins á meðan samið er um greiðslulausn til lengri tíma.

Frestur Grikkja til að standa skil á láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) rennur út klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Fjármálaráðherrar Evruríkjanna munu funda símleiðis aftur á morgun og að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra Grikklands, muni þar kynna fyrir þeim þær aðgerðir sem Grikkir myndu boða í skiptum fyrir nýjan björgunarpakka frá Evrópusambandinu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla á að fara fram á sunnudaginn um björgunarpakkann sem Grikkjum stendur nú til boða en nú í kvöld hefur aðstoðarforsætisráðherra Grikklands, Janis Dragasakis, sagt fjölmiðlum þar í landi að ríkisstjórnin gæti hætt við hana eftir allt saman.

Þúsundir manna hafa komið saman í miðborg Aþenu í kvöld - bæði þeir sem vilja samþykkja kröfur lánadrottna, sem og stuðningsmenn Tsipras og ríkisstjórnar hans.


Tengdar fréttir

Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp

Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins.

Juncker bauð Grikkjum upp á neyðarfund í dag

Ef Grikkir greiða ekki afborgun á láni sínu hjá AGS fyrir miðnætti yrði það í fyrsta skipti sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum við sjóðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×