Innlent

Beið bana í eldsvoða á Kleppsvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang. Vísir/Stefán
Karlmaður beið bana í eldsvoða í íbúð í fjölbýlishúsi við Kleppsveg í Reykjavík snemma í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðsins barst tilkynning um eldinn klukkan sex í morgun. Var allt tiltækt slökkvilið sent á vettvang en þegar þangað var komið var hitinn orðinn svo mikill í íbúðinni að rúður voru farnar að springa. 

Reykkafarar héldu þegar inn í íbúðina, en húsráðandi, eldri maður, var látinn þegar að var komið. Flestir aðrir íbúar í húsinu komu sér út, þótt slökkviliðið teldi ekki þörf á að rýma húsið, því lítill reykur fór inn í aðrar íbúðir, en allt er ónýtt í íbúðinni sem brann.

Tveimur klukkustundum síðar, eða rétt fyrir klukkan átta barst tilkynning um eld í kjallara sambýlishúss við Vesturgötu og var allt tiltækt lið sent þangað, enda var talið að að þar gæti foreldri og tvö börn verið. Svo reyndist ekki vera, en aðrir íbúar höfðu sig út úr húsinu í ofboði.   ​

Að neðan má sjá myndskeið frá Kleppsvegi í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×