Innlent

Beðið niðurstöðu krufningar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nokkur dæmi á hverju ári um fólk sem deyr án þess að nokkur verði þess var um nokkurt skeið.
Nokkur dæmi á hverju ári um fólk sem deyr án þess að nokkur verði þess var um nokkurt skeið.
Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað sem leiddi til andláts mannsins sem fannst á heimili sínu í Laugarneshverfinu fyrir helgi. Maðurinn hafði verið látinn í um tvo mánuði þegar hann fannst. Lögreglan er með málið til rannsóknar.



Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er beðið eftir niðurstöðum úr krufningu. Ekki liggur fyrir hver dánarorsökin sé en hann segir ekki benda til þess að um saknæmt athæfi hafi verið að ræða.



Maðurinn fannst eftir að nágrannar hans í fjölbýlishúsinu sem hann bjó í höfðu samband við systkini hans vegna lyktar sem var farin að berast frá íbúð hans. Þau fóru inn í íbúðina og komu að bróður sínum látnum og gerðu lögreglu viðvart.



Að sögn Kristjáns Inga koma upp nokkur svona dæmi á hverju ári, að fólk deyi án þess að nokkur verði þess var í nokkurn tíma. Lögreglan rannsaki öll slík mál, óháð því hvernig andlát viðkomandi bar að.


Tengdar fréttir

Látinn í íbúð sinni í Reykjavík í tvo mánuði

Rúmlega fertugur karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær. Talið er að maðurinn hafi verið látinn í allt að tvo mánuði áður en hann fannst. Lögreglan segir sjaldgæft að mál eins og þetta komi upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×