Lífið

Beðið eftir strætó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Að loknum tónleikunum í kvöld.
Að loknum tónleikunum í kvöld. Vísir/Tinni
Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima.

Eins og vel er þekkt er dreifing fólks við komu á viðburði töluvert meiri en að þeim loknum þegar allir yfirgefa staðinn á sama tíma.

Líkt og sjá má á myndinni að ofan sköpuðust langar raðir í strætisvagna úr Kórahverfinu þegar tónleikunum lauk um korter í ellefu í kvöld.

Tónleikarnir voru í beinni vefútsendingu og um leið og þeim lauk hófst endursýning á þeim. Hægt er að horfa hér.


Tengdar fréttir

„Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið"

Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum.

GusGus byrjuð: Salurinn að fyllast

Töluverður kliður er í salnum í Kórnum þar sem GusGus hóf leik upp úr klukkan hálf átta. Íslenska hljómsveitin á að koma gestum í gírinn áður en Justin Timberlake stígur á stokk klukkan 21.

Sérstakur safabar fyrir Justin

Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake.

Stemningin inni í Kórnum

Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30.

„Við ætlum að dansa til að gleyma“

"Útlitið segir nú ekki allt,“ sögðu tveir grjótharðir aðdáendur Justin Timberlake, fyrir utan Kórinn í kvöld. Þeir voru á leiðinni á tónleika með popparanum.

„Hann er mjög sætur"

"Við erum mjög spenntar fyrir tónleikunum,“ sögðu fjórar vinkonur fyrir utan Kórinn í kvöld. Hópurinn var á leiðinni á tónleika með stórstjörnunni Justin Timberlake í Kópavoginum.

Fólk flykktist á Justin

Ljósmyndari Vísis fylgdist með tónleikagestum mæta á svæðið í dag

Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið

Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið.

Halda mikið upp á Justin Timberlake

Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×