Fótbolti

Beckham: Zidane er rétti maðurinn fyrir Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zidane og Beckham eru miklir vinir.
Zidane og Beckham eru miklir vinir. vísir/getty
David Beckham segir að Zinedine Zidane sé rétti maðurinn til að stýra spænska stórliðinu Real Madrid. Beckham og Zidane spiluðu saman í þrjú ár hjá félaginu og er vel til vina.

Zidane tók við Madrídarliðinu í byrjun árs eftir að Rafa Benítez var rekinn. Real Madrid hefur gengið vel undir stjórn Frakkans og er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir nágrönnunum í Atlético.

„Zidane er fæddur til að þjálfa en ekki ég,“ sagði Beckham.

„Fyrir utan að vera frábær vinur er hann gegnheill Real-Madrid og besti leikmaður sem ég spilaði með,“ bætti Englendingurinn við. Hann telur að Real Madrid eigi að halda Zidane, sama hvernig úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fer.

„Madrid þarf stöðugleika. Zizou þarf tíma og jafnvel þótt hann vinni ekki Meistaradeildina væri skynsamlegt að gefa honum vinnufrið. Stöðugleiki er lykilatriði,“ sagði Beckham sem lék með Real Madrid á árunum 2003-07.

Beckham og Zidane í leik Englands og Frakklands á EM 2004.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×