Enski boltinn

BBC: Evra vill fara til Juventus

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum BBC hefur Patrice Evra óskað eftir því að Manchester United samþykki tilboð frá Juventus í franska bakvörðinn.

Evra hefur ekki enn lagt inn félagsskiptabeiðni en tjáði forráðamönnum Manchester United að hann vonaðist til þess að félagið myndi samþykkja tilboðið frá ítölsku meisturunum.

Manchester United nýtti sér klásúlu í samningi Evra til þess að framlengja samningi hans um eitt ár nýlega en hinn 33 árs Evra hefur leikið með Manchester United allt frá árinu 2006.

Evra hefur átt góðu gengi að fagna sem leikmaður Manchester United og hefur hann unnið alla stærstu titlana sem í boði eru, þar á meðal fimm sinnum orðið Englandsmeistari.

Rauðu djöflarnir gengu frá kaupunum á táningnum Luke Shaw á dögunum frá Southampton og er talið að hann taki sæti Evra í byrjunarliðinu.


Tengdar fréttir

Juventus ber víurnar í Evra

Ítölsku meistararnir eru á höttunum eftir Patrice Evra, vinstri bakverði Manchester United og franska landsliðsins samkvæmt heimildum SkySports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×