Fótbolti

Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Bayern fagna jöfnunarmarki Arturos Vidal.
Leikmenn Bayern fagna jöfnunarmarki Arturos Vidal. vísir/getty
Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Bayern München vann fyrri leikinn 1-0 með marki Arturos Vidal og Sílemaðurinn var einnig á skotskónum á Leikvangi ljóssins í kvöld.

Raúl Jimenez kom Benfica yfir á 27. mínútu með hörkuskalla en Vidal jafnaði jafnaði með góðu skoti ellefu mínútum síðar.

Staðan var 1-1 í hálfleik en á 52. mínútu kom Thomas Müller Bayern yfir og svo gott sem kláraði einvígið.

Benfica þurfti þrjú mörk til að komast áfram en náði aðeins að skora eitt. Það gerði Anderson Talisca með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 76. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og 2-2 jafntefli því niðurstaðan en Bayern fer áfram, 3-2 samanlagt.

Benfica 1-0 Bayern München Benfica 1-1 Bayern München Benfica 1-2 Bayern München Benfica 2-2 Bayern München



Fleiri fréttir

Sjá meira


×