Fótbolti

Bayern með níu fingur á deildarmeistaratitlinum í Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bayern að sigla titlinum heim.
Bayern að sigla titlinum heim. vísir/getty
Bayern Munchen er með níu fingir á deildarmeistaratitlinum í Þýskalandi, en þeir eru með þrettán stiga forystu þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Bayern vann 2-0 sigur á Hoffenheim í dag. Sebastian Rode, ungstirnið, kom Bayern á bragðið og þannig stóðu leikar allt þangað til í uppbótartíma þegar Andreas Beck skoraði sjálfsmark. Lokatölur 2-0.

Þeir eru handhafar titilsins, en þeir eru með þrettán stiga forskot á toppnum. Wolfsburg á þó leik til góða, en nokkuð ljóst er að Bayern verður Þýskalandsmeistari í ár.

Jurgen Klopp heldur áfram að færa Dortmund hægt og rólega upp töfluna. Dortmund byrjaði afleitlega, en hefur tekið stökk undanfarnar vikur og mánuði og eru nú í áttunda sæti deildarinnar eftir 3-0 sigur á Paderborn í dag.

Bayer Leverkusen er í mikilli baráttu við Borussia Mönchengladbach um síðasta sætið sem tryggir liðunum beinustu lið þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Efstu þrjú fara beint í riðlakeppnina, en fjórða sætið fer í umspil.

Leverkusen er nú fyrir ofan Mönchengladbach á markatölu, en Leverkusen vann Hannover 96 4-0 í dag.

Öll úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni:

Bayer Leverkusen - Hannover 96 4-0

Borussia Dortmund - Paderborn 3-0

Freiburg - Mainz 05 2-3

Hertha Berlin - FC Köln 0-0

Hoffenheim - Bayern München 0-2

Augsburg - VfB Stuttgart 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×