Fótbolti

Bayern jók forystuna á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Philipp Lahm og Franck Ribéry fagna marki þess síðarnefnda.
Philipp Lahm og Franck Ribéry fagna marki þess síðarnefnda. vísir/getty
Bayern München er komið með sjö stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir 0-3 sigur á Köln á útivelli í dag.

Javi Martínez, Juan Bernat og Franck Ribéry skoruðu mörk Bæjara sem stefna hraðbyri að fimmta meistaratitlinum í röð.

Leikmenn Borussia Dortmund voru í miklu stuði þegar þeir fengu Bayer Leverkusen í heimsókn. Lokatölur 6-2, Dortmund í vil.

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvívegis og þeir Ousmane Dembélé, Christian Pulisic, André Schürrle (víti) og Raphaël Guerreiro sitt markið hver.

Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Werder Bremen vann 2-0 sigur á Darmstadt.

Þá vann Hoffenheim 5-2 sigur á Ingolstadt og Mainz og Wolfsburg gerðu 1-1 jafntefli.

Úrslit dagsins:

Köln 0-3 Bayern München

Dortmund 6-2 Leverkusen

Werder Bremen 2-0 Darmstadt

Hoffenheim 5-2 Ingolstadt

Mainz 1-1 Wolfsburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×