Enski boltinn

Bayern hafnaði risa tilboði í Müller

Thomas Müller fagnar hér einu af mörkum sínum gegn Leverkusen.
Thomas Müller fagnar hér einu af mörkum sínum gegn Leverkusen. Vísir/getty
Forseti Bayern Munchen, Karl-Heinz Rummenigge, staðfesti í dag að félagið hefði hafnað stóru tilboði í þýska sóknarmanninn Thomas Müller í sumar.

Müller var orðaður við Manchester United í sumar en fyrrum liðsfélagi hans hjá Bayern Munchen, Bastian Schweinsteiger, gekk til liðs við enska félagið í sumar.

Greindu enskir miðlar frá því í sumar að Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefði gert hann að helsta skotmarki liðsins en Bayern Munchen var ekki tilbúið að selja leikmanninn sem hefur verið í herbúðum allt frá ellefu ára aldri.

„Við erum að tala um virkilega háar upphæðir, hefði ég verið bankastjóri hefði ég tekið þessu undir eins. Sem betur fer gátum við hafnað þessu og hann verður sekki seldur.“

Rummenigge sagði að nýji sjónvarpssamningurinn í Englandi gerði það að verkum að það yrði sífellt erfiðara fyrir þýsk lið að halda í bestu leikmenn deildarinnar.

„Þetta mun ekki gera okkur auðveldara að halda leikmönnum okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×