Fótbolti

Bayern gaf ensku úrvalsdeildinni stoðsendingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Bayern fagna í gær.
Leikmenn Bayern fagna í gær. Vísir/Getty
Sigur Bayern München á Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær tryggir að enska úrvalsdeildin mun eiga fjögur lið í keppninni tímabilið 2017-18, líkt og áður.

Ítalska deildin átti möguleika, þótt lítill væri, á að stela fjórða sætinu af Englendingum ef Juventus hefði tekist að slá Bayern úr leik í 8-liða úrslitunum en síðari leikur liðanna fór fram í gær.

Sjá einnig: Bayern áfram eftir magnaðan sex marka leik

Farið er eftir stigakerfi Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í úthlutun á sætum í Meistaradeildinni og er miðað við árangur liðanna síðustu fimm ár. Aðeins þrjár stigahæstu deildirnar eiga fjóra fulltrúa í ensku úrvalsdeildinni ár hvert.

Lazio er nú eina ítalska liðið sem eftir er í Evrópukeppni en liðið gerði 1-1 jafntefli við Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum.

Manchester City er hins vegar komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og annað hvort Manchester United eða Liverpool mun fara áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildar UEFA.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×