Innlent

Bátur brann við Ólafsvíkurhöfn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/þröstur albertsson
Eldur kom upp í bát við Ólafsvíkurhöfn á öðrum tímanum í nótt. Eldurinn var töluverður en gekk slökkvistarf greiðlega. Báturinn er þó ónýtur og var tekinn á land í morgun. Um er að ræða trilluna Þrasa SH 375 sem er 4,5 brúttótonna plastbátur.

vísir/þröstur
Íbúi varð var við eldinn og gerði slökkviliði Snæfellsnesbæjar vart við. Svanur Tómasson slökkviliðsstjóri segir upptök eldsins enn sem komið er ókunn.

„Eldurinn var mjög mikill. Þetta er plastbátur, plastið í bátnum er olía, þannig að við þurftum að beita froðu við að slökkva eldinn. En það gekk þokkalega,“ segir Svanur og bætir við að mikil mildi sé að báturinn sem þarna var næstur hafi ekki orðið fyrir skaða.

Þröstur Albertsson náði eldsvoðanum á myndband en það má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×