Batshuayi og Azpilicueta gáfu Conte líflínu | Sjáðu mörkin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chelsea hafði tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum fyrir daginn í dag, en Englandsmeistararnir fengu Watford í heimsókn á Stamford Bridge.

Það byrjaði vel hjá Chelsea þegar Pedro skoraði sturlað mark á 12. mínútu. Hann fékk boltann fyrir utan teig, tók hann viðstöðulaust og þrumaði honum í stöngina og inn.

Bláklæddir Chelsea menn fengu svo blauta tusku í andlitið á síðustu andartökum fyrri hálfleiks þegar Abdoulaye Doucoure jafnaði metin, og enn versnaði útlitið þegar PRoberto ereyra kom gestunum yfir í upphafi seinni hálfleiks.

Þá þurftu meistararnir að gefa í, og gerðu það. Michy Batshuayi jafnaði metin á 71. mínútu áður en Cesar Azpilicueta tryggði Chelsea sigurinn á 87. mínútu.

Batshuayi gerði svo út um leikinn á lokamínútu uppbótartímans þegar hann nýtti sér mistök í varnarlínu Watford.

Úrslitin þýða að Chelsea tekur fjórða sæti deildarinnar af Watford og Antonio Conte getur andað léttar, en einhverjir hefðu eflaust spurt spurninga um starfsöryggi hans hefði Chelsea tapað þriðja leiknum í röð.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira