Lífið

Bassaleikari ofursveitarinnar Cream látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jack Bruce árið 2005.
Jack Bruce árið 2005. Vísir/Getty
Jack Bruce, bassaleikari bresku sveitarinnar Cream, lést í morgun 71 árs að aldri.

Cream er talin vera meðal áhrifamestu hljómsveita rokksögunnar, en þeir Eric Clapton og Ginger Baker stofnuðu sveitina árið 1966 ásamt Jack Bruce. 

Cream seldi rúmlega 35 milljónir platna á um tveggja ára ferli sínum og var fyrsta sveitin til að hljóta platínuplötu fyrir Wheels of Fire.

Bruce samdi og söng flest lög sveitarinnar, þar á meðal „I Feel Free“og „Sunshine of Your Love“.

Bruce fæddist í Glasgow árið 1943 en foreldrar hans voru mikið á faraldsfæti og sótti Bruce fjórtán mismunandi skóla á sínum yngri árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×