Innlent

Báru veikan göngumann einn og hálfan kílómetra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá vettvangi aðgerðanna í dag.
Frá vettvangi aðgerðanna í dag. mynd/Borgþór Vignisson
Björgunarsveitarmenn á vegum Landsbjargar voru kallaðir út í dag til að sækja mann sem veiktist þegar hann var á göngu á Miðfelli við Flúðir.

Sjúkraflutningamenn frá Selfossi voru einnig sendir á vettvang og báru þeir manninn um einn og hálfan kílómetra á börum, meðal annars yfir gil þannig að tryggja þurfti börurnar með línum.

Manninum var komið i sjúkrabíl sem beið hans og hefur verið fluttur á sjúkrastofnun, eins og það er orðað í tilkynningu frá Landsbjörgu. 

Björgunarsveitarmenn bera veika manninn niður af fjallinu.mynd/borgþór vignisson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×