Enski boltinn

Barton ætlar að hjálpa Rangers aftur á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barton átti frábært tímabil með Burnley í vetur.
Barton átti frábært tímabil með Burnley í vetur. mynd/heimasíða rangers
Enski miðjumaðurinn Joey Barton hefur skrifað undir tveggja ára samning við skoska stórliðið Rangers.

Barton, sem er 33 ára, kemur til Rangers frá Burnley sem hann hjálpaði að vinna ensku B-deildina á nýafstöðnu tímabili.

Barton var valinn leikmaður ársins hjá Burnley en ákvað að söðla um og fara til Rangers sem leikur í skosku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir nokkura ára fjarveru.

Barton, sem hefur verið duglegur að koma sér í vandræði utan vallar í gegnum árin, hefur einnig leikið með Manchester City, Newcastle United, Marseille og QPR á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×