Erlent

Barnaníðingar borga með Bitcoin

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Barnaníðingar kaupa aðgang að ofbeldi í beinni.
Barnaníðingar kaupa aðgang að ofbeldi í beinni. vísir/getty
Barnaníðingar notast við rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin og greiða þannig fyrir aðgang að hryllilegu barnaníðefni á netinu. Þetta fullyrðir Rob Wainwright, yfirmaður Europol.

Wainwright segir barnaníðinga eiga auðvelt með að skiptast á myndefni með gjaldmiðlinum þar sem ómögulegt sé að rekja Bitcoin-greiðslur. Í kjölfarið verði myndefnið sífellt hryllilegra.

„Úrkynjunin eykst ár frá ári. Beinar útsendingar í gegnum vefmyndavélar eru vinsælar meðal barnaníðinga núna. Þar er smábörnum nauðgað og þau brennd með logandi sígarettum,“ segir Wainwright og bætir því við að yfirvöld séu langt á eftir þegar kemur að því að taka á glæpum sem fjármagnaðir eru með Bitcoin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×