Enski boltinn

Barkley: Hugsaði aldrei um það að fara

Dagur Lárusson skrifar
Ross Barkley
Ross Barkley vísir/getty
Ross Barkley, leikmaður Chelsea, segir að honum hafi aldrei dottið það í hug síðustu árin að yfirgefa Everton þar til í ár.

Barkley gekk til liðs við Chelsea í síðustu viku frá Everton fyrir um 15 milljónir punda en hann átti aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum hjá Everton.

„Everton er og mun alltaf vera í hjarta mínu. Ég er stuðningsmaður Everton og hef alltaf verið. Þetta var erfið ákvörðun en ég tel þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun.“

„Ég hafði aldrei hugleitt það að yfirgefa Everton en það kom tímapunktur þar sem ég hugsaði að ég þurfti að gera það til þess að halda áfram að bæta mig sem leikmaður.“

Ross Barkley segist hafa gengið til liðs við Chelsea því hann vill verða heimsklassa leikmaður og vill vinna titla.

„Ég er mjög metnaðarfullur og ég vil vinna titla og Chelsea hefur verið að vinna mikið af titlum síðustu árin. Þess vegna tók ég þessa erfiðu ákvörðun.“


Tengdar fréttir

Janúarhreingerning hjá Everton

Stóri Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að taka til í leikmannahópi liðsins í þessum mánuði og líklegt að nokkrir leikmenn yfirgefi herbúðir liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×