ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 16:30

Leita ađ ţátttakendum fyrir Hannađ fyrir framtíđina

LÍFIĐ

Barkley: Án Golden State vćri tilgangslaust ađ fylgjast međ NBA

 
Körfubolti
20:30 28. JANÚAR 2016
Charles Barkley lćtur menn óspart heyra ţađ.
Charles Barkley lćtur menn óspart heyra ţađ. VÍSIR/GETTY

Charles Barkley, einn besti körfuboltamaður sögunnar, lét liðin í NBA-deildinni í körfubolta heyra það í hlaðvarpi íþróttafréttamannsins Bill Simmons, en hlaðvarp hans er það vinsælasta í heimi þegar kemur að íþróttum.

Barkley sagði aðeins fimm góð lið vera í NBA-deildinni í dag og hann myndi varla nenna að gefa sér tíma til að horfa ef Golden State væri ekki að setja ný viðmið í íþróttinni á þessu tímabili.

Þetta eru stór orð frá Barkley því hann er einn helsti sérfræðingur heims um NBA-deildina og starfar í vinsælasta körfuboltaþættinum, NBA on TNT, ásamt Shaquille O'Neal og Kenny Smith.

„Það er ekki verið að spila góðan körfubolta í NBA núna. Guði sé lof fyrir Golden State Warriors því án þeirra væri í raun engin ástæða fyrir því að horfa á mikinn körfubolta,“ sagði Barkley sem er alltaf óhræddur við að segja sína skoðun.

„Ég veit að Spurs er með gott lið og ég taldi að Oklahoma City myndi vinna deildina, en fyrir utan þessi þrjú lið er ekki mikið að gerast í vesturdeildinni.“

„Í austrinu erum við með Cleveland og Toronto er að spila frábærlega, en það er ekkert að gerast fyrir utan þau. Bulls er traust lið en restin af liðunum eru meðalgóð í besta falli,“ sagði Charles Barkley.

Barkley hélt svo áfram og talaði um að leikmenn í háskóla verða að spila þar lengur en ekki koma í NBA-deildina eftir aðeins eitt ár.

Heyra má Barkley tala um liðin í NBA-deildinni og lausn á þessu vandamáli eftir sjö mínútur og 30 sekúndur í spilaranum hér að neðan. Auðvelt er þó að mæla með að hlusta á allt hlaðvarpið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Barkley: Án Golden State vćri tilgangslaust ađ fylgjast međ NBA
Fara efst