Lífið

Barist um heimili Prince

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Prince átti engin börn og gerði enga erfðarskrá. Því hefur verið flókið mál að ákveða hver eigi að erfa eignir stjörnunnar.
Prince átti engin börn og gerði enga erfðarskrá. Því hefur verið flókið mál að ákveða hver eigi að erfa eignir stjörnunnar. Vísir/Getty
Svo gæti farið að heimili poppsöngvarans Prince, sem lést fyrr á árinu eftir ofneyslu verkjalyfja, verði selt gegn vilja fjölskyldu hans. Bankinn sem sá um fjármál popparans hefur óskað þess að fá að selja margar af eignir popparans og þar á meðal er glæsihýsi hans við Paisley Park þar sem stjarnan bjó og rak sitt eigið hljóðver.

Talið er að eignin sé rúmlega 800 milljón króna virði en hún er yfir 5500 fermetrar. Bankinn hefur þegar ráðið fasteignasala til þess að sjá um söluna en erfingjar popparans ætla að reyna allt sem þeir geta til þess að koma í veg fyrir söluna. Talað er um að áhugi sé þeirra megin til þess að breyta heimilinu í safn.

Fréttastofa TMZ greindi frá.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×