Handbolti

Barcelona meistari meistaranna í spænskum handbolta

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðjón Valur í leik með Barcelona.
Guðjón Valur í leik með Barcelona. Vísir/Getty
Spænska félagið Barcelona með Guðjón Val Sigurðsson innanborðs varð í dag meistari meistaranna eftir 26-23 sigur á Granolles í árlega leiknum upp á bikarinn. Er þetta fyrsti bikarinn sem keppt er um að ári hverju í spænskum handbolta.

Barcelona sem vann alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili virðist ekkert ætla að sleppa því taki sem félagið hefur haft á spænskum handbolta undanfarin ár. Granolles sem lenti í 2. sæti í spænsku deildinni á síðasta tímabili var alltaf að eltast við Barcelona í kvöld og tókst aldrei að ná forskotinu af Barcelona.

Leiddi Barcelona 13-12 í hálfleik en mest fór munurinn upp í fjögur mörk í seinni hálfleik.

Makedónska skyttan Kiril Lazarov var markahæstur í liði Barcelona með átta mörk en næstur kom hinn spænski Victor Tomas. Guðjón Valur hafði hægt um sig í kvöld en hann skoraði tvö mörk fyrir Barcelona.

Spænska deildin í handbolta hefst á föstudaginn með leik Barcelona og Helvetia Anaitasuna á heimavelli Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×