Fótbolti

Barcelona marði AOPEL | öll úrslitin í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lionel Messi og félagar byrja á sigri.
Lionel Messi og félagar byrja á sigri. Visir/Getty
Barcelona byrjar Meistaradeildina á sigri, en spænska stórliðið marði sigur á APOEL frá Kýpur, 1-0, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í kvöld.

Gerard Pique skoraði eina markið fyrir Börsunga sem áttu í vandræðum með að brjóta niður skipulagða Kýpverjana.

Roma var í miklu stuði í A-riðli og vann CSKA frá Moskvu, 5-1, og þá skoraði Nani fyrir Sporting sem náði reyndar bara jafntefli gegn Maribor í Slóveníu.

Alsíringurinn YacineBrahimi skoraði fyrstu þrennuna í Meistaradeildinni í ár, en hann var á skotskónum fyrir Porto sem niðurlægði BATE Borisov frá Hvíta-Rússland, 6-0.

Þetta er í fyrsta skipti sem nokkur maður skorar þrennu fyrir portúgalskt lið í Meistaradeildinni, en Yacini  þessi var í liði Alsír á HM í sumar.

Öll úrslitin:

E-riðill

Bayern München - Man. City 1-0

1-0 Jerome Boateng (90.).

Roma - CSKA Mosvka 5-1

1-0 Juan Manuel Iturbe (6.), 2-0 Gervinho (10.), 3-0 Maicon (20.), 4-0 Gervinho (31.), 5-0 Alessandro Florenzi (50.), 5-1 Ahmed Musa (82.).

F-riðill

Ajax - PSG 1-1

0-1 Edinson Cavani (14.), 1-1 Lasse Schöne (74.).

Barcelona - AOPEL 1-0

1-0 Gerard Pique (28.)

G-riðill

Chelsea - Schalke 1-1

1-0 Cesc Fábregas (11.), 1-1 Klaas-Jan Huntelaar (66.).

Maribor - Sporting 1-1

0-1 Nani (80.), 1-1 Luka Zahovic (90.).

H-riðill

Athletic Bilbao - Shakhtar Donetsk 0-0

Porto - BATE Borisov 6-0

1-0 Yacine Brahimi (5.), 2-0 Yacine Brahimi (32.), 3-0 Jackson Martínez (37.), 4-0 Yacine Brahimi (57.), 5-0 Adrian (61.), 6-0 Vincent Aboubakar (76.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×