Fótbolti

Barcelona hvetur stuðningsmenn til að styðja Messi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Messi fellur með hendur út
Messi fellur með hendur út vísir/getty
Spænska stórliðið Barcelona biðlar til stuðningsmanna síns að sýna Lionel Messi stuðning en Messi var dæmdur í 21 mánaðar fangelsi og sektaður um 2 milljónir evra fyrir skattsvik.

Bæði Messi og faðir hans voru dæmdir en faðir Messi sá um fjármál hans á árunum 2007 til 2009 en Messi var dæmdur fyrir að greiða ekki skatt af 4,1 milljón evra tekjum á þeim tíma.

Hvorki er búist við að Messi né faðir hans þurfi að sitja í fangelsi en Barcelona styður sinn mann og vill að stuðningsmenn liðsins geri það líka.

Biður félagið stuðningsmenn sína að taka mynd af sér þar sem fólk heldur höndunum út, pósta á samfélagsmiðla og nota myllutáknið #WeAreAllLeoMessi.

Forseti Barcelona styður sinn mann Ekki eru allir á eitt sáttir við þetta uppátæki Barcelona:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×