Fótbolti

Barcelona gerir nýjan risasamning við Nike

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ein skærasta stjarna Barcelona og Nike, Neymar.
Ein skærasta stjarna Barcelona og Nike, Neymar. Vísir/getty
Forráðamenn spænsku meistaranna í Barcelona skrifuðu í dag undir nýjan risasamning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike en aðeins tvö ár voru eftir af núverandi samning.

Samkvæmt staðarblöðunum í Barcelona, Sport og Mundo Deportivo, mun Nike greiða Barcelona allt að 174 milljónir bandaríkjadala árlega fyrir samstarfið til ársins 2026.

Fær Barcelona því rúmlega hundrað milljónum meira en Manchester United fékk frá Adidas sem er stærsti samningur ensku úrvalsdeildarinnar (75. milljónir bandaríkjadala á ári).

Sjá einnig:Chelsea gerir risasamning við Nike

Börsungar eru með áform um að að hefja framkvæmdir á Nývangi árið 2018, heimavelli liðsins en áætlað er að framkvæmdirnar muni kosta 420 milljónir evra.

Þá er ofarlega á lista hjá forráðamönnum liðsins að semja við brasilíska framherjann Neymar, eina af skærustu stjörnum Barcelona, brasilíska landsliðsins og Nike.


Tengdar fréttir

Chelsea gerir risasamning við Nike

Chelsea hefur gert búningasamning að verðmæti 60 milljóna Bandaríkjadala á ári við bandaríska íþróttavörurisann Nike.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×